Metanframleiðsla á Norðurlandi

Málsnúmer 2024021572

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 157. fundur - 05.03.2024

Kristín Helga Schiöth framkvæmdastjóri Líforkuvers ehf. kom og kynnti hugmyndir um framleiðslu metans á Norðurlandi og stöðu mála um ferla fyrir CAT1 úrgang á Íslandi.

Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð stefnir að því til framtíðar að nýta hreinorku á bílaflota Akureyrarbæjar að því marki sem kostur er s.s. á strætisvagna og ferliþjónustubíla. Í því ljósi telur ráðið mikilvægt að tryggð verði áframhaldandi framleiðsla á metani á Norðurlandi. Felur ráðið því sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs í samvinnu við framkvæmdastjóra Líforkuvers ehf. að kanna mögulega áframhaldandi notkun á metani.