Húsnæðismál Giljaskóla

Málsnúmer 2024021249

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 47. fundur - 26.02.2024

Lagt fram minnisblað skólastjóra Giljaskóla og sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs um endurbætur og breytingar á húsnæði Giljaskóla.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur undir þær ábendingar sem fram koma í minnisblaðinu og vísar málinu til umræðu í umhverfis- og mannvirkjaráði.

Ungmennaráð - 48. fundur - 06.03.2024

Ungmennaráð tók fyrir minnisblað skólastjóra Giljaskóla um endurbætur og breytingar á húsnæði skólans og áhyggjur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs af sama máli. Ungmennaráð deilir þessum áhyggjum.
Ungmennaráð tekur mjög vel í hugmyndir að bættu skólaumhverfi fyrir nemendur með sérþarfir og leggur miklar áherslu á að bætt verði úr aðstöðu þeirra og að útisvæði sem henti þeirra þörfum verði gert. Ungmennaráð sér hættuna sem er til staðar á svölunum og tekur undir að þarna þurfi að bregðast við áður en að alvarlegt slys verði, ekki eigi að bíða eftir því til að ráðist verði í breytingar.