Sumarlokun leikskóla

Málsnúmer 2024021212

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 47. fundur - 26.02.2024

Bréf dagsett 15. febrúar 2024 frá Erlu Björnsdóttur framkvæmdastjóra mannauðssviðs Sjúkrahússins á Akureyri vegna sumarlokunar leikskóla Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir að sumarlokun leikskóla Akureyrarbæjar verði endurskoðuð.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar fyrir erindið en ráðið getur ekki orðið við beiðninni. Minnsta nýting er á leikskólaplássum í júlí og er það hagkvæmast fyrir rekstur og þjónustu leikskólanna að loka í kringum þann tíma.

Ungmennaráð - 48. fundur - 06.03.2024

Ungmennaráð var upplýst um að fræðslu- og lýðheilsuráð hafi hafnað beiðni frá Erlu Björnsdóttur framkvæmdastjóra mannauðssviðs Sjúkrahússins á Akureyri um að sumarlokanir leikskóla Akureyrarbæjar yrðu endurskoðaðar. Ungmennaráð telur vert að endurskoða þessar lokanir.