Málþing um náttúrufræði

Málsnúmer 2024020428

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 46. fundur - 12.02.2024

Fræðslu- og lýðheilsusvið í samvinnu við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri hefur verið að skipuleggja fjögur málþing um náttúrufræðikennslu á vorönn 2024, með áherslu á nýsköpun- og frumkvöðlahugsun. Starfsmenn frá MSHA fóru inn í grunnskólana í desember og tóku út náttúrufræðistofur. Í kjölfarið sendi fræðslu- og lýðheilsusvið út könnun þar sem skólastjórar, í samvinnu við náttúrufræðikennara, voru beðnir að svara spurningum er snúa að aðstöðu, búnaði og áherslum í náttúrufræðikennslu. Markmiðið er að efla og bæta náttúrufræðikennslu. Fyrsta málþingið var haldið þann 5. febrúar en mikil ánægja var með það.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Alexia María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Ungmennaráð - 48. fundur - 06.03.2024

Ungmennaráð var upplýst um að fræðslu- og lýðheilsusvið hafi í samvinnu við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri verið að skipuleggja fjögur málþing um náttúrufræðikennslu á vorönn 2024, með áherslu á nýsköpun- og frumkvöðlahugsun. Ungmennaráð hafði ekkert út á það að setja, taldi það góðar fréttir.