Félagsleg liðveisla - útlagður kostnaður liðveitenda

Málsnúmer 2024020230

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 46. fundur - 12.02.2024

Lagt fram minnisblað forstöðumanns tómstundamála um hækkun á útlögðum kostnaði liðveitenda.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að hækka endurgreiðslur á útlögðum kostnaði liðveitenda úr 4.000 kr. á mánuði í 5.000 kr. frá og með 1. mars 2024.

Ungmennaráð - 48. fundur - 06.03.2024

Ungmennaráð var upplýst um að fræðslu- og lýðheilsuráð hefði samþykkt hækkun á endurgreiðslu fyrir útlögðum kostnaði liðveitenda úr 4.000 krónum í 5.000 krónur.
Ungmennaráð hvetur til þess að hækkun á endurgreiðslu vegna útlagðs kostnaðs liðveitenda verði ávallt endurskoðuð í takt við verðhækkanir í samfélaginu.