Hagabyggð - ný neysluvatnslögn

Málsnúmer 2024011657

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 155. fundur - 06.02.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 2. febrúar 2024 varðandi umsögn um fyrirhugaða lögn Norðurorku í gegnum land Akureyrarbæjar í Skjaldarvík.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að lögnin fari í gegn nær Dagverðareyrarvegi nr. 816 samhliða núverandi lögnum og/eða komi upp sú staða að færa þurfi lögnina þá sé það gert á kostnað eiganda lagnarinnar samanber Reglur um lagnir í landi Akureyrarbæjar. Málinu er vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð - 3840. fundur - 29.02.2024

Liður 6 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. febrúar 2024:

Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að lögnin fari í gegn nær Dagverðareyrarvegi nr. 816 samhliða núverandi lögnum og/eða komi upp sú staða að færa þurfi lögnina þá sé það gert á kostnað eiganda lagnarinnar samanber Reglur um lagnir í landi Akureyrarbæjar. Málinu er vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

Fyrir fundi bæjarráðs liggur teikning af uppfærðri lagnaleið til að koma til móts við sjónarmið umhverfis- og mannvirkjaráðs og röksemdafærsla Norðurorku fyrir staðsetningu lagnarinnar.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að undirrita samning um lagnastæðið til samræmis við uppfærða tillögu Norðurorku.