Reglur Akureyrarbæjar um verklag vegna uppljóstrana og vernd uppljóstrara

Málsnúmer 2024011225

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3836. fundur - 01.02.2024

Lagðar fram reglur Akureyrarbæjar um verklag vegna uppljóstrana og vernd uppljóstrara. Reglurnar byggja á lögum um vernd uppljóstrara nr. 40/2020, en skv. 5. gr. laganna skal setja reglur um verklag við uppljóstrun starfmanna um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi í fyrirtækjum eða á öðrum vinnustöðum þar sem eru 50 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli.
Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur um verklag vegna uppljóstrana og vernd uppljóstrara og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.


Bæjarstjórn - 3540. fundur - 06.02.2024

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 1. febrúar 2024:

Lagðar fram reglur Akureyrarbæjar um verklag vegna uppljóstrana og vernd uppljóstrara. Reglurnar byggja á lögum um vernd uppljóstrara nr. 40/2020, en skv. 5. gr. laganna skal setja reglur um verklag við uppljóstrun starfmanna um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi í fyrirtækjum eða á öðrum vinnustöðum þar sem eru 50 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli.

Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur um verklag vegna uppljóstrana og vernd uppljóstrara og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagðar reglur um verklag vegna uppljóstrana og vernd uppljóstrara.