Stórholt 1 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2023121788

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 415. fundur - 10.01.2024

Erindi dagsett 27. desember 2023 þar sem að Brynjólfur Árnason f.h. Gleypis ehf. sækir um breytingar á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Stórholts 1. Breytingarnar fela í sér aukið byggingarmagn ásamt breyttra byggingarreita.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts til samræmis við erindið. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að hún verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Lyngholts 1 og Lyngholts 2.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.