Hafnarstræti 87-89 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2023121163

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 415. fundur - 10.01.2024

Erindi dagsett 18.desember 2023 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. RA 5 ehf sækir um að fá að vinna breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar húsnæðis undir kirkjutröppunum til samræmis við meðfylgjandi tillögu. Gerir tillagan ráð fyrir að rými undir kirkjutröppunum sem áður hýstu almenningssalerni verði breytt í verslunar- og þjónusturými auk annarra umfangsminni breytinga.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar til samræmis við erindið. Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 423. fundur - 15.05.2024

Drög að deiliskipulagstillögu voru kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 13. mars 2024 t.o.m. 3. apríl 2024. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum en 2 umsagnir bárust frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi sem snýr að uppbyggingu undir kirkjutröppunum og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.