Íslenska æskulýðsrannsóknin

Málsnúmer 2023120890

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3538. fundur - 19.12.2023

Rætt um niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2023 fyrir Akureyrarbæ.

Málshefjandi var Hilda Jana Gísladóttir.

Til máls tóku Lára Halldór Eiríksdóttir og Hulda Elma Eysteinsdóttir.
Bæjarstjórn telur mikilvægt að nýta niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar til að styðja við stefnumótun í málefnum barna. Verið er að innleiða aðgerðaáætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi. Bæjarstjórn leggur áherslu á að unnið verði í nánu samstarfi við foreldra, ungmenni, félagasamtök og sérfræðinga við innleiðinguna. Bæjarstjórn felur jafnframt fræðslu- og lýðheilsuráði í samvinnu við velferðarráð að fylgja verkefninu eftir og upplýsa bæjarstjórn.