Heilbrigðisstofnun Norðurlands 2023

Málsnúmer 2023120547

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3831. fundur - 14.12.2023

Rætt um stöðu heilsugæslunnar á Akureyri.

Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Heimir Örn Árnason D-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista og Jón Hjaltason óháður óska bókað:

Starfsemi HSN er gríðarlega mikilvæg fyrir íbúa svæðisins og er nauðsynlegt að tryggja stöðugleika í starfseminni og rekstrargrundvöll hennar til samræmis við þá þjónustu sem hún á að veita á öllu starfssvæðinu. Miklu máli skiptir að koma í veg fyrir frekari tafir á fyrirhugaðri uppbyggingu annarrar heilsugæslustöðvar á Akureyri, enda mikilvægt að tryggja starfseminni góðan húsakost. Þá er mikilvægt að tryggja að geðheilsuteymi HSN sé fjármagnað til jafns við aðrar heilbrigðisstofnanir landsins.