Borgarbíóreitur og nágrenni - tillaga að breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2023120495

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 414. fundur - 13.12.2023

Vilhjálmur L. Egilsson og Hjalti Brynjarsson frá Nordic arkitektum kynntu í gegnum fjarfundarbúnað hugmyndir að uppbyggingu á svæði sem nær til Hólabrautar 12 og 13, Gránufélagsgötu 4-6, Geislagötu 5 auk bílastæðis austan Brekkugötu 4-12.

Björn Ómar Sigurðsson hjá BB Byggingum ehf. sat fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð tekur jákvætt í uppbyggingarhugmyndir og felur skipulagsfulltrúa að skoða málið áfram í samráði við Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar.