Móahverfi - breyting á skilmálum

Málsnúmer 2023120302

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 414. fundur - 13.12.2023

Lögð er fram tillaga að breytingum á skilmálum deiliskipulags Móahverfis. Varðar breytingin skilmála fyrir smáhýsi, hámarks byggingarmagn, geymslur neðanjarðar, bílastæði í bílakjöllurum og kröfum um ofanvatnslausnir.

Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir öllum þeim sem hafa fengið úthlutað lóð í Móahverfi.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.