Lækjarmói 2-8 - fyrirspurn varðandi byggingarmagn í kjallara

Málsnúmer 2023120159

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 414. fundur - 13.12.2023

Erindi dagsett 4. desember 2023 þar sem Hans Orri Kristjánsson f.h. SS Byggis sækir um leyfi til þess að auka byggingarmagn í kjallara úr 3200 m² í 3700 m².
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Jón Hjaltason óflokksbuninn bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð - 415. fundur - 10.01.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Móahverfis sem nær til lóðarinnar Lækjarmóa 2-8. Erindi um breytinguna var á dagskrá skipulagsráðs 13. desember sl. og var samþykkt að gera breytingu til samræmis við erindið. Er tillagan nú lögð fram með þeirri breytingu að gert er ráð fyrir aukningu á byggingarmagni byggingar en ekki bílakjallara.
Skipulagsráð samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.