Barnaverndarúrræði - vistanir

Málsnúmer 2023101070

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1375. fundur - 25.10.2023

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir kostnað á liðnum Vistun á stofnunum og heimilum.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður og Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.
Elsa María Guðmundsdóttir S-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Í ljósi þeirrar stöðu sem er uppi varðandi lausnir fyrir börn og fjölskyldur í bráðum vanda, er afar mikilvægt að efla starfsemi, hlutverk og forvarnagildi Miðholts, greiningar og þjálfunarmiðstöðvar. Augljóst er að þörfin fyrir slíkan stað er brýn og um 60 börn hafa þurft á vistun utan heimilis að halda það sem af er ári 2023.