Seljahlíð 3G - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023100194

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 410. fundur - 11.10.2023

Erindi dagsett 4. október 2023 þar sem Fróði Ólafsson sækir um heimild til að reisa sólskála sem viðbyggingu við hús nr. 3G við Seljahlíð.

Stærð viðbyggingar yrði 3,6 x 3,2 m og hæð 2,5 m.

Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.

Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Seljahlíð 3E, 3F, 3H og 3I.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.