Gjaldskrá velferðarsviðs 2024

Málsnúmer 2023091149

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1373. fundur - 27.09.2023

Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá velferðarsviðs fyrir 2024. Lagt er til að almennt hækki gjaldskráin um 8%. Um er að ræða hækkun í félagslegri heimaþjónustu, heimsendum mat og matarkostnaði í skammtímaþjónustu og Lautinni.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Elsa María Guðmundsdóttir S-lista, Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-Lista og Guðbjörg Anna Björnsdóttir B-lista leggja fram eftirfarandi tillögu:

Við leggjum til varðandi gjaldskrárhækkun Lautarinnar, innheimtu á kaffi/te og fæðiskostnaði, að hún sé í samræmi við aðrar tillögur um gjaldskrárhækkun, þ.e. almennt 8% hækkun. Að kaffi/te verði hækkað í 110 kr. og fæðisgjald í 650 kr.


Meirihluti fellir tillögu minnihlutans þar sem gjaldskrá Lautarinnar hefur ekki hækkað síðast liðin fjögur ár.


Velferðarráð samþykktir fyrir sitt leyti framlagða tillögu á gjaldskrá velferðarsviðs fyrir 2024 og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista mætti á fund kl. 13:45.