Félagslegt leiguhúsnæði - kaup á íbúð

Málsnúmer 2023070268

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3814. fundur - 13.07.2023

Lagt fram minnisblað dags. 13. júlí 2023 þar sem velferðarsvið óskar eftir því að keypt verði 4-5 herbergja íbúð inn í félagslega leiguíbúðakerfið.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri velferðarsviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að keypt verði fjögurra herbergja íbúð inn í félagslega leiguíbúðakerfið og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs, sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og starfandi sviðsstjóra velferðarsviðs að vinna málið áfram.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað:

Það er óásættanlegt að bið eftir almennri félagslegri leiguíbúð með 4-5 herbergjum geti verið á bilinu 3-5 ár og að 33 fjölskyldur bíði nú eftir slíku húsnæði. Þó svo að sannarlega sé gott að nú sé fyrirhugað að kaupa eina félagslega íbúð, þá er það einfaldlega of lítið. Það er skylda okkar sem samfélags að koma til móts við þarfir fjölskyldna í erfiðum aðstæðum og jafnvel neyð.