Ósk um breytingu á skóladagatali

Málsnúmer 2023060311

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 34. fundur - 19.06.2023

Meðfylgjandi er ósk um breytingu á skóladagatali Síðuskóla fyrir árið 2023-2024. Breytingin innifelur færslu á tveimur dögum það er litlu jólin færast aftar um einn dag frá 20. desember til 21. desember. Síðan er um að ræða tilfærslu á skipulagsdegi. Ástæðan er að stefnt er á að fara í námsferð erlendis í lok skólaársins.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Haukur Arnar Ottesen Pétursson fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindið.