Hlíðarfjall - veitingarekstur

Málsnúmer 2023060245

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 140. fundur - 06.06.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi opnun tilboða í rekstur veitingasölu í Hlíðarfjalli.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls, Hólmfríður Sara Friðjónsdóttir verkstjóri innanhúss skíðastaða og Magnús Arturo Batista svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti að taka tilboði Bryggjufélagsins ehf. í veitingarekstur í Hlíðarfjalli og vísar því til bæjarráðs til samþykktar.

Bæjarráð - 3812. fundur - 15.06.2023

Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. júní 2023:

Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi opnun tilboða í rekstur veitingasölu í Hlíðarfjalli.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls, Hólmfríður Sara Friðjónsdóttir verkstjóri innanhúss skíðastaða og Magnús Arturo Batista svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti að taka tilboði Bryggjufélagsins ehf. í veitingarekstur í Hlíðarfjalli og vísar því til bæjarráðs til samþykktar.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.


Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt samhljóða atkvæðum.

Hlynur Jóhannsson tók við stjórn fundarins undir þessum lið.


Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bryggjufélagsins ehf. í veitingarekstur í Hlíðarfjalli.