Slökkvilið - námsstyrkur

Málsnúmer 2023060066

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 140. fundur - 06.06.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi bráðatækninám slökkviliðsmanna.

Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um undanþágu frá reglum Akureyrarbæjar um launað námsleyfi vegna náms tveggja starfsmanna hjá slökkviliðinu í bráðatækni og vísar afgreiðslu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3812. fundur - 15.06.2023

Liður 2 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. júní 2023:

Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi bráðatækninám slökkviliðsmanna.

Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um undanþágu frá reglum Akureyrarbæjar um launað námsleyfi vegna náms tveggja starfsmanna hjá slökkviliðinu í bráðatækni og vísar afgreiðslu til bæjarráðs.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni Slökkviliðs Akureyrar um heimild til að veita tveimur starfsmönnum SA allt að 13 vikna launað námsleyfi vegna náms í bráðatækni. Greidd eru dagvinnulaun vegna 100% starfs á námstíma.