Strætó - kaup á bifreiðum

Málsnúmer 2023060065

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 140. fundur - 06.06.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi kaup á strætisvögnum.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Akureyrarbær hefur á undanförnum árum verið að metanvæða strætó- og ferliþjónustuflota bæjarins og á í dag 7 strætisvagna, 4 metan og 3 disel. 5 ferliþjónustubifreiðar sem ganga fyrir metani. Framleiðsla metangass hefur hins vegar ekki gengið sem skyldi hér á Akureyri og tvisvar var flutt metanfleti frá Reykjavík til að rekstur SVA og ferliþjónustu gæti gengið sem skyldi. Framleiðsla metans fyrir sunnan annar ekki eftirspurn og geta framleiðendur ekki afhent meira hingað norður.


Það liggur fyrir að Akureyrarbær þurfi að taki ákvörðun um að breyta um gír og velja annan orkugjafa. Framtíðin liggur í rafmagnsdrifnum vögnum miðað við þróunina í Reykjavík, Evrópu og heiminum ef því er að skipta. Það er ljóst að áður en byrjað verður að kaupa inn rafmagnsvagna þá verður Akureyrarbær í samstarfi við Norðurorku að fara í innviðauppbyggingu sem tengist rafvæðingunni. Þetta þarfnast ákvarðana og tíma.


Ástandið á strætisvögnum í eigu Akureyrarbæjar er orðið þannig að erfitt er að halda úti akstri og á sama tíma að geta sinnt eðlilegu viðhaldi á vögnunum þar sem bilanatíðni hefur verið að aukast jafnt og þétt. Ef ekki verður keyptur einn strætisvagn á þessu ári þá er fyrirséð að akstur á einhverjum leiðum þurfi að fella niður.


Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að keyptur verði inn einn notaður díselknúinn vagn sem uppfyllir hæsta mengunarstuðulinn, Euro 6, og getur einnig gengið fyrir lífdísel og sé til afhendingar sem fyrst.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 140. fundur - 06.06.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi útboð á ferlibíl.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í útboð á ferlibíl.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 140. fundur - 06.06.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi framtíðarsýn varðandi orkugjafa og uppbyggingu innviða.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.