Hulduholt 25 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023050908

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 403. fundur - 24.05.2023

Erindi dagsett 18. maí 2023 þar sem Haraldur Sigmar Árnason sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 25 við Hulduholt.

Sótt er um hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,5 í 0,56.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.