Fræðslumál

Málsnúmer 2023050330

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 39. fundur - 09.05.2023

Lilja Dögun Lúðvíksdóttir kynnti.

Ungmenni óska eftir meiri fjölbreytni, samfellu og aukinni tíðni þeirrar fræðslu sem þeim er boðið upp á. Óskað er eftir að fræðsla byrji í yngstu bekkjum grunnskóla, jafnvel fyrr, og að þær séu þátttökumiðaðar þar sem nemendur eru hafðir með í spjallinu, hlustað sé á skoðanir þeirra og álit á málunum, með tilliti til aldurs og þroska. Akureyrarbær er barnvænt sveitarfélag, sem felur meðal annars í sér að börn og ungmenni þekki réttindi sín en staðan er sú að það gera ekki öll börn. Ein leið til að sjá til þess að svo verði er að gera alla skóla Akureyrar að Réttindaskólum. Rannsóknir hafa sýnt að innleiðing Réttindaskóla leiðir til þess að börn og ungmenni sýni meira umburðarlyndi og virðingu fyrir til dæmis fjölbreytileika, sem hefur meðal annars þau áhrif að einelti og ofbeldi í skólum minnkar. Ungmenni óska eftir aukinni fræðslu um uppruna og aðstæður flóttafólks/innflytjenda og hvernig það er fyrir börn sem koma til Íslands og tala ekki íslensku. Sérstaklega núna þegar börnum af erlendum uppruna á Akureyri fer fjölgandi og í ljósi samnings um samræmda móttöku flóttafólks sem Akureyrarbær hefur skrifað undir.

Hulda Elma Eysteinsdóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir góðar ábendingar. Hún tók undir mikilvægi þess að huga vel að fræðslu, ekki síst nú þegar Akureyrarbær tekur á móti sífellt fleira flóttafólki.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 33. fundur - 05.06.2023

Liður 1 í fundargerð bæjarstjórnarfundar unga fólksins dagsettri 9. maí 2023:

Lilja Dögun Lúðvíksdóttir kynnti.

Ungmenni óska eftir meiri fjölbreytni, samfellu og aukinni tíðni þeirrar fræðslu sem þeim er boðið upp á. Óskað er eftir að fræðsla byrji í yngstu bekkjum grunnskóla, jafnvel fyrr, og að þær séu þátttökumiðaðar þar sem nemendur eru hafðir með í spjallinu, hlustað sé á skoðanir þeirra og álit á málunum, með tilliti til aldurs og þroska. Akureyrarbær er barnvænt sveitarfélag, sem felur meðal annars í sér að börn og ungmenni þekki réttindi sín en staðan er sú að það gera ekki öll börn. Ein leið til að sjá til þess að svo verði er að gera alla skóla Akureyrar að Réttindaskólum. Rannsóknir hafa sýnt að innleiðing Réttindaskóla leiðir til þess að börn og ungmenni sýni meira umburðarlyndi og virðingu fyrir til dæmis fjölbreytileika, sem hefur meðal annars þau áhrif að einelti og ofbeldi í skólum minnkar. Ungmenni óska eftir aukinni fræðslu um uppruna og aðstæður flóttafólks/innflytjenda og hvernig það er fyrir börn sem koma til Íslands og tala ekki íslensku. Sérstaklega núna þegar börnum af erlendum uppruna á Akureyri fer fjölgandi og í ljósi samnings um samræmda móttöku flóttafólks sem Akureyrarbær hefur skrifað undir.

Hulda Elma Eysteinsdóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir góðar ábendingar. Hún tók undir mikilvægi þess að huga vel að fræðslu, ekki síst nú þegar Akureyrarbær tekur á móti sífellt fleira flóttafólki.


Bæjarráð tók fundargerðina fyrir á fundi sínum 17. maí 2023 og vísaði þessum lið til fræðslu- og lýðheilsuráðs.
Frestað til næsta fundar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 34. fundur - 19.06.2023

Liður 1 í fundargerð bæjarstjórnarfundar unga fólksins dagsettri 9. maí 2023:


Lilja Dögun Lúðvíksdóttir kynnti.

Ungmenni óska eftir meiri fjölbreytni, samfellu og aukinni tíðni þeirrar fræðslu sem þeim er boðið upp á. Óskað er eftir að fræðsla byrji í yngstu bekkjum grunnskóla, jafnvel fyrr, og að þær séu þátttökumiðaðar þar sem nemendur eru hafðir með í spjallinu, hlustað sé á skoðanir þeirra og álit á málunum, með tilliti til aldurs og þroska. Akureyrarbær er barnvænt sveitarfélag, sem felur meðal annars í sér að börn og ungmenni þekki réttindi sín en staðan er sú að það gera ekki öll börn. Ein leið til að sjá til þess að svo verði er að gera alla skóla Akureyrar að Réttindaskólum. Rannsóknir hafa sýnt að innleiðing Réttindaskóla leiðir til þess að börn og ungmenni sýni meira umburðarlyndi og virðingu fyrir til dæmis fjölbreytileika, sem hefur meðal annars þau áhrif að einelti og ofbeldi í skólum minnkar. Ungmenni óska eftir aukinni fræðslu um uppruna og aðstæður flóttafólks/innflytjenda og hvernig það er fyrir börn sem koma til Íslands og tala ekki íslensku. Sérstaklega núna þegar börnum af erlendum uppruna á Akureyri fer fjölgandi og í ljósi samnings um samræmda móttöku flóttafólks sem Akureyrarbær hefur skrifað undir.


Hulda Elma Eysteinsdóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir góðar ábendingar. Hún tók undir mikilvægi þess að huga vel að fræðslu, ekki síst nú þegar Akureyrarbær tekur á móti sífellt fleira flóttafólki.


Bæjarráð tók fundargerðina fyrir á fundi sínum 17. maí 2023 og vísaði þessum lið til fræðslu- og lýðheilsuráðs.


Karen Nóadóttir verkefnastjóri barnsvæns sveitarfélags sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Haukur Arnar Ottesen Pétursson fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar ungmennaráði fyrir erindið. Sviðsstjóri mun taka það upp til umræðu við forstöðumenn á sviðinu.