Samstarf grunn- og framhaldsskóla

Málsnúmer 2023050329

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 39. fundur - 09.05.2023

Telma Ósk Þórhallsdóttir kynnti.

Mikið álag er í framhaldsskólum og nemendur glíma við kvíða, tímaskort og uppgjöf á þeim árum sem eiga að vera þau skemmtilegustu. Nemendur upplifa sig oft og tíðum ekki nægilega vel undirbúna fyrir álagið og ná á sama tíma ekki að sinna áhugamálum sínum sem skyldi, nema það komi niður á öðrum þáttum, svo sem svefni. Lagðar voru fram fjórar tillögur til að draga úr kvíða og gefa nemendum aukin tækifæri til að vera meira við stjórnvölin í sínum eigin málum.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir góð og áríðandi erindi. Hún tók undir það að mikið álag væri á framhaldsskólanemendum sem þyrfti að skoða. Hún sagði einnig mikilvægt að kynna betur fyrir nemendum á unglingastigi grunnskóla möguleikann á að taka í fjarnámi framhaldsskólaáfanga og vinna sér þannig í haginn.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 33. fundur - 05.06.2023

Liður 2 í fundargerð bæjarstjórnarfundar unga fólksins dagsettri 9. maí 2023:

Telma Ósk Þórhallsdóttir kynnti.

Mikið álag er í framhaldsskólum og nemendur glíma við kvíða, tímaskort og uppgjöf á þeim árum sem eiga að vera þau skemmtilegustu. Nemendur upplifa sig oft og tíðum ekki nægilega vel undirbúna fyrir álagið og ná á sama tíma ekki að sinna áhugamálum sínum sem skyldi, nema það komi niður á öðrum þáttum, svo sem svefni. Lagðar voru fram fjórar tillögur til að draga úr kvíða og gefa nemendum aukin tækifæri til að vera meira við stjórnvölin í sínum eigin málum.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir góð og áríðandi erindi. Hún tók undir það að mikið álag væri á framhaldsskólanemendum sem þyrfti að skoða. Hún sagði einnig mikilvægt að kynna betur fyrir nemendum á unglingastigi grunnskóla möguleikann á að taka í fjarnámi framhaldsskólaáfanga og vinna sér þannig í haginn.


Bæjarráð tók fundargerðina fyrir á fundi sínum 17. maí 2023 og vísaði þessum lið til fræðslu- og lýðheilsuráðs.
Frestað til næsta fundar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 34. fundur - 19.06.2023

Liður 2 í fundargerð bæjarstjórnarfundar unga fólksins dagsettri 9. maí 2023:


Telma Ósk Þórhallsdóttir kynnti.

Mikið álag er í framhaldsskólum og nemendur glíma við kvíða, tímaskort og uppgjöf á þeim árum sem eiga að vera þau skemmtilegustu. Nemendur upplifa sig oft og tíðum ekki nægilega vel undirbúna fyrir álagið og ná á sama tíma ekki að sinna áhugamálum sínum sem skyldi, nema það komi niður á öðrum þáttum, svo sem svefni. Lagðar voru fram fjórar tillögur til að draga úr kvíða og gefa nemendum aukin tækifæri til að vera meira við stjórnvölin í sínum eigin málum.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir góð og áríðandi erindi. Hún tók undir það að mikið álag væri á framhaldsskólanemendum sem þyrfti að skoða. Hún sagði einnig mikilvægt að kynna betur fyrir nemendum á unglingastigi grunnskóla möguleikann á að taka í fjarnámi framhaldsskólaáfanga og vinna sér þannig í haginn.


Bæjarráð tók fundargerðina fyrir á fundi sínum 17. maí 2023 og vísaði þessum lið til fræðslu- og lýðheilsuráðs.


Karen Nóadóttir verkefnastjóri barnsvæns sveitarfélags sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Haukur Arnar Ottesen Pétursson fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar ungmennaráði fyrir erindið. Sviðsstjóri mun taka það upp til umræðu við forstöðumenn á sviðinu.