Komur skemmtiferðaskipa 2023

Málsnúmer 2023021324

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3800. fundur - 02.03.2023

Umræða um komur skemmtiferðaskipa 2023 og áhrif á starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri.

Sigurður Einar Sigurðsson framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviðs á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Hulda Ringsted framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Jón Pálmi Óskarsson forstöðulæknir bráðalækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Inga Dís Sigurðardóttir formaður stjórnar Hafnasamlags Norðurlands og Pétur Ólafsson hafnarstjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar gestum fyrir komuna á fundinn og að vekja athygli á áhyggjum stjórnenda SAk vegna þess sérstaka álags sem skapast vegna komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum í sumar. Mikilvægt er að Akureyrarbær og Hafnasamlag Norðurlands taki þátt í þeirri samvinnu og samhæfingu sem þarf til að tryggja bæði öfluga heilbrigðisþjónustu og örugga móttöku ferðamanna. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

Bæjarráð - 3815. fundur - 17.08.2023

Rætt um komur skemmtiferðaskipa
Formaður bæjarráðs óskaði f.h. bæjarráðs eftir fundi með hafnarstjóra og fulltrúum Akureyrarbæjar í hafnarstjórn.