Lyngholt 9 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023021185

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 397. fundur - 01.03.2023

Erindi dagsett 23. febrúar 2023 þar sem Arnþór Tryggvason sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 9 við Lyngholt.

Sótt er um aukningu á leyfilegri hámarksvegghæð bílgeymslu suðaustan við núverandi hús úr 3,5 m í 4,25 m.

Meðfylgjandi eru uppdrættir og skuggavarpsmyndir.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Lyngholti 11, 12 og 13.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.