Heimaland 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023020858

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 397. fundur - 01.03.2023

Erindi dagsett 17. febrúar 2023 þar sem Halldór Jónsson f.h. Hálanda ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir 1. áfanga Hálanda í landi Hlíðarenda.

Breytingin felur í sér að lóð nr. 2 við Heimaland er stækkuð, hámarksbyggingarmagn aukið og bílastæðum fjölgað úr 8 í 26.

Þá er jafnframt gert ráð fyrir kvöð um göngustíg og að núverandi kvöð um spennistöð falli út.

Meðfylgjandi eru greinargerð og deiliskipulagsuppdráttur.
Jón Hjaltason óflokksbundinn og Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista báru upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Véku þau af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða og húsfélagi frístundabyggðarinnar.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.