Háskólinn á Akureyri - tillaga á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi - umsögn ungmennaráðs

Málsnúmer 2023011556

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 35. fundur - 01.02.2023

Ungmennaráð tók til umsagnar tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri.
Ungmennaráð Akureyrarbæjar tekur vel í vinnslutillöguna og finnst frábært að það sé verið að auka íbúðarmöguleika ungs fólks sem sækir sér menntun til Akureyrar. Einnig er jákvætt að enn verður mikið um græn svæði í kring. Ráðið hefur þó fyrirspurn um hvað verði gert við hundasvæðið og hvort til standi að byggja annað slíkt í bænum.

Ungmennaráð - 36. fundur - 08.03.2023

Ungmennaráð tók til umsagnar og umræðu skipulagslýsingu fyrir endurskoðun deiliskipulags á tjaldsvæðisreit við Þórunnarstræti og skilaði í kjölfarið af sér bókun um málið.