Rætt um stöðu mála á lóðinni Sjafnarnesi 2 en fyrir liggur að umgengni hefur í langan tíma verið óviðunandi auk þess sem loftmynd sýnir að mikið af tækjum og öðrum lausamunum er utan lóðarmarka.
Að mati skipulagsráðs er umgengni á lóðinni Sjafnarnesi 2 og nánasta umhverfi óviðunandi. Er skipulagsfulltrúa falið að fara fram á við lóðarhafa að gerðar verði úrbætur á ástandi svæðisins innan þriggja mánaða, að öðrum kosti verði lagðar á dagsektir. Felur það meðal annars í sér að fjarlægja þarf öll tæki og aðra lausamuni í eigu lóðarhafa sem eru utan lóðar.