Barnaverndarþjónusta - þörf fyrir aukningu á stöðugildum

Málsnúmer 2022091071

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1356. fundur - 28.09.2022

Lagt fram minnisblað dagett 28. september 2022 ritað af Vilborgu Þórarinsdóttur forstöðumanni barnaverndar. Þar er kynnt málavog í barnavernd sem mælir álag á starfsfólk sem sinnir barnaverndarþjónustu og lýsir því álagi sem starfsmenn barnaverndar eru undir.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sat fundinn undir þessum lið og kynnti málið.
Velferðarráð þakkar kynninguna og vísar málinu til frekari vinnslu í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2023.