Hörgárbraut - Orkan - umsókn um skilti

Málsnúmer 2022061213

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 384. fundur - 06.07.2022

Erindi dagsett 22. júní 2022 þar sem Orkan IS ehf. sækir um leyfi til að skipta út gömlu skilti Skeljungs við bensínstöð Orkunnar við Hörgárbraut. Ætlunin er að koma upp LED skilti í stað þess skiltis sem fyrir er. Mun skiltið vera í sömu stærð og það sem fyrir er á lóðinni og mun það sýna verð á þeim tegundum orkugjafa sem í boði er á sölustaðnum ásamt því að settar verða fram stillimyndir með auglýsingum. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir erindið með þeim skilyrðum að lágmarks tímalengd auglýsingabirtingar verði ein mínúta til samræmis við samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarbæjar. Jafnframt samþykkir meirihluti skipulagsráðs að einungis verði birtar þær auglýsingar sem tengjast starfsemi lóðarinnar.


Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.