Hamrar, útilífsmiðstöð skáta og tjaldsvæði Akureyrar 2022-2026

Málsnúmer 2022050325

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3770. fundur - 12.05.2022

Erindi dagsett 5. maí 2022 frá Tryggva Marinóssyni f.h. Hamra útilífsmiðstöðvar skáta á Akureyri þar sem komið er á framfæri tveimur tillögum sem voru samþykktar á aðalfundi félagsins þann 27. mars sl.

Tillögurnar snúast annars vegar um myndun vinnuhóps um brunavarnir og hins vegar um göngu- og hjólastíg meðfram Kjarnavegi að Hömrum og Kjarnaskógi.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Bæjarráð - 3815. fundur - 17.08.2023

Rætt um málefni Hamra.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3816. fundur - 24.08.2023

Rætt um málefni Hamra.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Ásgeir Hreiðarsson framkvæmdastjóri Hamra og Ingimar Eydal formaður stjórnar Hamra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs til frekari umræðu.