Gjaldskylda á bílastæðum í miðbænum

Málsnúmer 2022042710

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 20. fundur - 29.04.2022

Tekin hefur verið upp gjaldskylda á bílastæðum í miðbænum aftur. Innleiðing gjaldskyldunnar hefur verið töluvert í umræðunni hjá eldra fólki.
Öldungaráð lýsir yfir mikilli óánægju með að hafa ekki fengið þetta mál til umsagnar áður en það var afgreitt í bæjarstjórn. Margt eldra fólk er óöruggt og telur sér illa fært að greiða fyrir bílastæði við núverandi aðstæður. Öldungaráð hvetur til að leitað verði leiða til að að bæta úr þessari stöðu t.d. með fjölgun mæla og/eða að fólk geti sótt um sérstök bílastæðakort.