Stofnstígur Lónsá - Glerártorg - tillaga

Málsnúmer 2022042168

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 380. fundur - 20.04.2022

Ólafur Kjartansson kynnti tillögu að reiðhjólastofnstíg frá Lónsá að Glerártorgi sem hann vann ásamt Arnfríði Kjartansdóttur og Þorbjörgu Ólafsdóttur.

Tillagan gerir ráð fyrir 2,7 km löngum stofnstíg fyrir reiðhjól frá sveitarfélagamörkum Akureyrarbæjar og Hörgársveitar að fyrirhugaðri brú yfir Glerá til móts við Glerártorg.

Ólafur sat fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista óskar bókað:

Stofnleiðir gangandi og hjólandi vegfarenda þurfa ekki alltaf að vera samhliða. Stígaskipulag hlýtur að þurfa að gera ráð fyrir samgönguhjólreiðum þar sem hjólafólk vill komast fljótt á milli staða.

Öryggi hjólandi vegfarenda er tryggt með því að hafa hjólaleið ekki meðfram Skarðshlíð vegna bratta og margra þverana. Það yrði bein og örugg leið meðfram Hörgárbraut.