Helgamagrastræti 9 - fyrirspurn varðandi breytingar

Málsnúmer 2022041863

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 380. fundur - 20.04.2022

Erindi dagsett 1. apríl 2022 þar sem Rebekka Kristín Garðarsdóttir leggur inn fyrirspurn varðandi breytingar á húsi nr. 9 við Helgamagrastræti. Fyrirhugað er að útbúa bílastæði á lóð, breyta gluggum hússins og byggja við húsið. Meðfylgjandi er greinargerð.
Afgreiðslu frestað þar til umsögn Minjasafnsins á Akureyri liggur fyrir.

Skipulagsráð - 382. fundur - 18.05.2022

Lagt fram að nýju erindi dagsett 1. apríl 2022 þar sem Rebekka Kristín Garðarsdóttir leggur inn fyrirspurn varðandi breytingar á húsi nr. 9 við Helgamagrastræti. Fyrirhugað er að útbúa bílastæði á lóð, breyta gluggum hússins og byggja við húsið. Meðfylgjandi er greinargerð.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 20. apríl sl. og var afgreiðslu frestað þar til umsögn Minjasafnsins á Akureyri lægi fyrir. Sú umsögn liggur nú fyrir og er hún á þá leið að ekki er mælt með breytingum á gluggum og útihurð hússins. Ekki er hinsvegar gerð athugasemd við fyrirhugaða stækkun á viðbyggingu vestan við húsið svo framarlega sem hún spilli ekki yfirbragði hússins eða götumynd.
Meirihluti skipulagsráðs hafnar umbeðnum breytingum á gluggum og útidyrahurð hússins í ljósi umsagnar Minjasafnsins á Akureyri.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Umsókn um úrtak fyrir bílastæði er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.