Ráðhústorg - fyrirspurn varðandi lokun götu á góðviðrisdögum

Málsnúmer 2022031122

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 379. fundur - 06.04.2022

Erindi dagsett 24. mars 2022 þar sem Halldór Kristinn Harðarson fyrir hönd VAMOS AEY leggur inn fyrirspurn varðandi hugsanlega lokun Skipagötu og Strandgötu á góðviðrisdögum yfir sumartímann. Hugmyndin er að loka Strandgötu frá Hofsbót 2 að Skipagötu 8.
Þar sem um er að ræða vistgötu tekur skipulagsráð jákvætt í hugmyndir um lokanir á svæðinu yfir sumartímann. Ráðið bendir þó á að umræddar lokanir eru ekki í samræmi við gildandi samþykkt Akureyrarbæjar um verklagsreglur vegna tímabundinna lokana gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja. Samþykktin er í endurskoðun og þar til þeirri vinnu lýkur leggur skipulagsráð til að skipulagsfulltrúi skoði í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið hvort ekki megi útbúa svæði á Ráðhústorgi fyrir rekstraraðila umhverfis torgið til notkunar á góðviðrisdögum.