Hof - bílastæði fyrir almenningsvagna

Málsnúmer 2022030191

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 378. fundur - 23.03.2022

Erindi dagsett 3. mars 2022 þar sem Samtök ferðaþjónustunnar leggja inn fyrirspurn varðandi bílastæði fyrir almenningsvagna við Hof. Meðfylgjandi er greinargerð.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið. Er skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samvinnu við umhverfis- og mannvirkjasvið og lóðarhafa á svæðinu.