Þyrluflug - beiðni um umsögn vegna fólkvangsins í Glerárdal

Málsnúmer 2022021083

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 115. fundur - 25.02.2022

Umhverfisstofnun hefur borist umsókn frá Bergmönnum ehf. dagsett 7. febrúar 2022 um leyfi til þyrluflugs innan fólkvangsins í Glerárdal.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs mælir með að veitt verði leyfi til þriggja ára á þeim stöðum sem tilgreindir eru í umsókn að undanskildum Ytri Súlum.

Þórhallur Harðarson D-lista situr hjá og óskar bókað:

Ég vil ekki setja hömlur á ósk Bergmanna með Ytri Súlur og lengd leyfisins.