Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - athafnasvæði og gámar í sveitarfélaginu

Málsnúmer 2021120798

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 114. fundur - 11.02.2022

Lögð fram fundargerð 222. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dagsett 24. nóvember 2021.

Bæjarráð vísar töluliðum 1-3 undir liðnum önnur mál í fundargerðinni til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar liðum 1-3 til þjónustu- og skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs. Óskar ráðið eftir því að upplýsinga sé aflað um heimildir og ábyrgðarskiptingu milli umhverfis- og mannvirkjasviðs, þjónustu- og skipulagssviðs og heilbrigðiseftirlitsins. Ráðið felur umhverfis- og mannvirkjasviði að ljúka við hreinsun á gler- og múrbrotshaugum í Sjafnarnesi.