Gervigras í Boganum - viðhald

Málsnúmer 2021111572

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 113. fundur - 28.01.2022

Lögð fram gögn vegna viðhalds á gervigrasi í Boganum.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir að farið verði yfir ástand og umhirðu á grasi og niðurstöðunni skilað á næsta fundi ráðsins. Viðgerðir við grasið hófust í vikunni og er lokið. Fulltrúi frá söluaðila mun koma í dag og taka út ástandið á grasinu.



Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur áherslu á að mikilvægt sé að úrbætur gangi hratt fyrir sig þar sem núverandi ástand á gervigrasinu skapi mikla hættu fyrir notendur Bogans sem sé óásættanlegt með öllu. Fenginn verði sem fyrst óháður sérfræðingur til að taka út grasið og undirlagið í Boganum öllum knattspyrnuiðkendum á Akureyri til heilla.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 114. fundur - 11.02.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 9. febrúar 2022 varðandi ástand gervigrass í Boganum.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur nauðsynlegt að gervigras í Boganum verði endurnýjað á árinu 2023 og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar haustið 2022.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 4. fundur - 21.02.2022

Lagt fram til kynningar minnisblað frá umhverfis- og mannvirkjasviði varðandi ástand og stöðu mála á gervigrasi Bogans.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 6. fundur - 21.03.2022

Lagðar fram til kynningar niðurstöður úttektar á gervigrasi Bogans.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að í sumar verði farið í viðgerðir á ójöfnum sbr. niðurstöður úttektar Sports Labs á gervigrasvellinum í Boganum. Að loknum viðgerðum skal framkvæma aðra úttekt á ástandi vallarins og niðurstöður þeirrar úttektar kynntar hlutaðeigandi aðilum og fræðslu- og lýðheilsuráði með tilliti til fjárhagsáætlunarvinnu ráðsins fyrir árið 2023.

Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að teknir verði saman möguleikar, ásamt kostnaði, kostum og göllum á búnaði til að bleyta gervigrasið í Boganum fyrir leiki og æfingar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð ítrekar að umhirðu- og viðhaldsverkum gervigrasvalla á Akureyri verði komið í skýran farveg og í takt við notkunarstundir á völlunum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 117. fundur - 25.03.2022

Liður 5 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs 21. mars 2022:

Lagðar fram til kynningar niðurstöður úttektar á gervigrasi Bogans.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að í sumar verði farið í viðgerðir á ójöfnum sbr. niðurstöður úttektar Sports Labs á gervigrasvellinum í Boganum. Að loknum viðgerðum skal framkvæma aðra úttekt á ástandi vallarins og niðurstöður þeirrar úttektar kynntar hlutaðeigandi aðilum og fræðslu- og lýðheilsuráði með tilliti til fjárhagsáætlunarvinnu ráðsins fyrir árið 2023.

Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að teknir verði saman möguleikar, ásamt kostnaði, kostum og göllum á búnaði til að bleyta gervigrasið í Boganum fyrir leiki og æfingar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð ítrekar að umhirðu- og viðhaldsverkum gervigrasvalla á Akureyri verði komið í skýran farveg og í takt við notkunarstundir á völlunum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir því að fyrir næsta fund ráðsins verði lögð fram verk- og kostnaðaráætlun vegna viðgerða á ójöfnum á grasinu. Einnig verði unnið áfram að gerð áætlunar um viðhald og umhirðu gervigrasvalla í sveitarfélaginu.