Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga árið 2022

Málsnúmer 2021100748

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3744. fundur - 21.10.2021



Erindi dagsett 7. október 2021 frá Karli Björnssyni fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er áætlun um stafræn samstarfsverkefni 2022 og áætluð framlög sveitarfélaganna. Óskað er eftir að sveitarfélög skrái sig til þátttöku í verkefnum fyrir 1. nóvember nk.
Bæjarráð samþykkir þátttöku Akureyrarbæjar í samstarfsverkefninu og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna málið og halda bæjarráði upplýstu um framgang verkefnisins.
Halla Margrét Tryggvadóttir og Ásthildur Sturludóttir viku af fundi kl. 11:25