Sjálfbær skóli

Málsnúmer 2021091275

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 20. fundur - 28.09.2021

Anton Bjarni Bjarkason kynnti.

Í vinnu í átt að sjálfbærni og grænum skrefum, sem samfélag framtíðarinnar á að vera þátttakandi í, er upplagt að byrja í skólunum. Lagt er til að allir skólar í bæjarfélaginu stuðli að því að unnt sé að rækta grænmeti á skólalóðinni, jafnt í leikskólum sem og grunnskólum. Vel þarf að þessu að standa ef vel á að ganga en með aukinni fræðslu og að börn sjái tilgang og hafi hlutverk og með þessum grænu skrefum eykst bæði áhugi þeirra og ábyrgð.


Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir áhugaverðar tillögur.