Norðurgata 3, 5, 7 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021090303

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 366. fundur - 29.09.2021

Erindi dagsett 24. september 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Trésmiðju Ásgríms leggur inn fyrirspurn varðandi lóðir 3 og 5-7 við Norðurgötu. Er óskað eftir að lóðirnar verði sameinaðar og í kjölfarið unnið að breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér heimild til að byggja fjölbýlishús fyrir allt að 16 íbúðir, með bílakjallara.
Í samræmi við bókun skipulagsráðs frá 27. janúar 2021 þarf að auglýsa lóðina með formlegum hætti áður en henni verður úthlutað. Forsenda auglýsingar lóðarinnar er að spennistöð sem er á lóðinni verði flutt. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að óska eftir því við stjórn Norðurorku að spennistöðinni verði fundinn nýr staður.