Nonnahagi 5 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna byggingar út fyrir byggingarreit

Málsnúmer 2021080863

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 364. fundur - 25.08.2021

Erindi dagsett 19. ágúst 2021 þar sem Björk Traustadóttir leggur inn fyrirspurn vegna húss nr. 5 við Nonnahaga og hvort leyfi fáist til að byggja út fyrir byggingarreit. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að byggingarreitur verði stækkaður til samræmis við erindi. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að hún verði grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna fyrir lóðarhöfum Nonnahaga 3 þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Skipulagsráð - 383. fundur - 15.06.2022

Áform lóðarhafa Nonnahaga 5 um stækkun byggingarreits voru grenndarkynnt þann 1. júní sl. Ein athugasemd barst og er hún lögð fram nú ásamt viðbrögðum umsækjanda við efni athugasemdar.
Í ljósi þeirrar athugasemdar sem borist hefur hafnar skipulagsráð umbeðinni breytingu á deiliskipulagi hvað varðar stækkun byggingarreits fyrir bílskýli.

Skipulagsráð samþykkir umbeðna breytingu á deiliskipulagi varðandi stækkun byggingarreits um 0,25 m til suðurs.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.