Beiðni um stuðning við framkvæmd keppni í fjallahjólabruni

Málsnúmer 2021061924

Vakta málsnúmer

Stjórn Hlíðarfjalls - 15. fundur - 29.06.2021

Tölvupóstur dagsettur 14. júní 2021 frá Árna F. Sigurðssyni formanni HFA þar sem óskað er eftir stuðningi í nokkrum liðum við framkvæmd bikarmóts í fjallahjólabruni í Hlíðarfjalli þann 30. júlí nk.
Stjórn Hlíðarfjalls tekur vel í erindið og samþykkir að mótið geti farið fram í Hliðarfjalli og felur forstöðumanni að útfæra opnunartíma í tengslum við mótið. Jafnframt samþykkir stjórnin að í tengslum við mótið verði vikupassi sem gildir frá 24. júlí - 31. júlí seldur á 10.800 kr. og dagspassi fyrir keppendur verði á 2.000 kr.