Tónatröð - andmæli við fyrirhugaða byggingu fjölbýlishúsa

Málsnúmer 2021050323

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 359. fundur - 26.05.2021

Bæjarráð vísaði á fundi sínum 12. maí 2021 eftirfarandi úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 6. maí til skipulagsráðs:


Hildur Friðriksdóttir og Snorri Björnsson íbúar að Spítalavegi 13 komu í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Vilja benda bæjarstjórn á að við Spítalaveg, Tónatröð og Lækjargötu standi ein elsta húsaþyrping bæjarins og að bygging fjölbýlishúsa við Tónatröð muni skemma þá mynd og hafa áhrif á þær menningarminjar sem á svæðinu eru. Benda á að í byggða- og húsakönnun sem liggi til grundvallar núverandi skipulagi sé bent á að mikilvægt sé að nýbyggingar í nærumhverfinu falli vel að fyrirliggjandi byggð. Þau gagnrýna að íbúar hafi ekki fengið að heyra af málinu fyrr en á seinni stigum og í sama mund og málið fór í umræðu á samfélagsmiðlum. Þau benda á að mikið skuggavarp muni verða af háum byggingum á þessu svæði. Þau vilja koma því á framfæri að þau þekkja til tveggja aðila sem hafi spurst fyrir um hvort minnka mætti byggingarmagn á lóðunum innan núverandi deiliskipulags og fengið neikvætt svar og því ekki sóst eftir lóðunum og ekki að undra að þær hafi ekki gengið út.
Skipulagsráð þakkar fyrir ábendinguna en bendir á að vinna við breytingu á skipulagi svæðisins er enn ekki hafin og að haft verði samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila þegar sú vinna hefst, í samræmi við ákvæði skipulagslaga.