Austurbrú - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna stöðuleyfis fyrir matarvagn

Málsnúmer 2021030667

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 355. fundur - 31.03.2021

Erindi dagsett 9. mars 2021 þar sem Hjörleifur Árnason leggur inn fyrirspurn varðandi stöðuleyfi fyrir matarvagn sunnan við Hafnarstræti 82 í samráði við lóðarhafa, þar til framkvæmdir hefjast á svæðinu. Er gert ráð fyrir að salan verði útfærð með þeim hætti að afgreitt verði beint í bíl, þ.e. "drive in".
Skipulagsráð samþykkir tímabundið stöðuleyfi fyrir matarvagn sunnan við Hafnarstræti 82 til ágústloka 2021 í samráði við lóðarhafa.
Fylgiskjöl: