Skotfélag Akureyrar - ósk um snjómokstur að félagsheimili

Málsnúmer 2021020258

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 90. fundur - 10.02.2021

Erindi frá Ómari Erni Jónssyni formanni Skotfélags Akureyrar dagsett 3. febrúar 2021 þar sem félagið óskar eftir því að mokað verði reglulega að félagssvæði Skotfélags Akureyrar á vetrartíma.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu en felur starfsmönnun að kanna hjá Fallorku hvort samlegð gæti orðið með snjómokstur á veginum að skotsvæði sem liggur áfram inn að Glerárstíflu.