Hafnarstræti - umsókn um samlokusjálfsala

Málsnúmer 2020120266

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 350. fundur - 13.01.2021

Erindi dagsett 9. desember 2020 þar sem Tomasz Piotr Kujawski leggur fram fyrirspurn um stöðuleyfi fyrir samlokusjálfsala við hlið núverandi pylsuvagns í Hafnarstræti.
Skipulagsráð samþykkir ekki leyfi fyrir samlokusjálfsala á þessum stað.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 799. fundur - 28.01.2021

Erindi dagsett 9. desember 2020 þar sem Tomasz Piotr Kujawski sækir um endurnýjun á langtímaleyfi fyrir pylsuvagn við Hafnarstræti.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til 31. desember 2021 með fyrirvara um að skilað verði inn starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Umsækjandi skal hafa samband við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar vegna tenginga og kostnaðar við frárennsli, vatn og rafmagn fyrir söluvagninn.

Minnt er á ákvæði í 6. grein samþykktar Akureyrarbæjar um götu- og torgsölu um afturköllun stöðuleyfis ef samfellt rof myndast á sölustarfsemi í meira en 90 daga.